Klippurnar á lofti
Klippurnar eru komnar á loft hjá lögreglunni. Eigendur sex bifreiða hafa trassað að tryggja ökutæki sín og þau ökutæki leitaði lögreglan uppi og beitti á þau öflugum klippum til að losa af þeim skráningarplöturnar. Ætli fólk á þessum bílum út í umferðina aftur, þarf að leysa út númerin með því að sýna fram á að tryggingar og önnur gjöld af ökutækinu hafi verið greidd.