Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klippur og björgunarsveit send í umferðarslys á Reykjanesbraut
Sunnudagur 18. mars 2012 kl. 20:04

Klippur og björgunarsveit send í umferðarslys á Reykjanesbraut

Lögregla, tveir sjúkrabílar og klippubíll frá Brunavörnum Suðurnesja eru nú að sinna umferðarslysi á Reykjanesbraut milli Grindavíkur- og Vogavegar. Þá hefur verið óskað eftir aðstoð Björgunarsveitarinnar Suðurnes á slysavettvangi.
Nú er mjög blint í skafrenningi og snjóbyl á Suðurnesjum og aðstæður á vettvangi slyssins erfiðar. Ekki er vitað á þessari stundu hvort alvarleg slys hafa orðið á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir fá einum mínútum og sýnir þær aðstæður sem eru í veðrinu á Suðurnesjum þessa stundina. Þarna situr ljósmyndari vf.is kolfastur í snjóskafli og ekki kominn út úr innkeyrslunni við heimili sitt.

VF-mynd: Hilmar Bragi