Klemenz langt á undan áætlun
Klemenz Sæmundsson er kominn langt á undan áætlun í hjólaferð sinni umhverfis landið. Hann lauk góðum degi í gær við Varmahlíð á Norðurlandi eftir að hafa hafið daginn á Mývatni. Þessum árangri hefur hann náð þrátt fyrir að hafa hreppt bæði þungan mótvind og þurft að hjóla í mikilli rigningu eins á síðasta hluta leiðarinnar í gær.
Þessu góða forskoti á hringferð sinni náði Klemenz með því að hjóla framhjá einum náttstað þegar hann hjólaði frá Breiðdalsvík og hætti ekki fyrr en hann var kominn að Jökulsá á Fjöllum, um 40 km. frá Mývatni.
Klemenz hóf að hjóla aftur um kl. 09 í morgun en hann og fylgdarlið hans gisti á Akureyri í nótt. Ómögulegt er að segja hvar Klemenz endar í dag m.v. hvernig honum hefur gengið síðustu daga.
Þeir sem vilja leggja þessu góða málefni lið og heita á kappann á Íslandstúrnum eða taka þátt í „Klemmanum“ geta lagt inn á eftirfarandi reikninga: 542 14 403600 kt. 0409632359, eða 0142-05-71259 kt. 040963-2359.
Einnig er hægt að styrkja með innhringinúmerunum:
901-5110 sem er 1000- kr
901-5113 sem er 3000- kr
901-5115 sem er 5000- kr
Munum að margt smátt gerir eitt stórt.