Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klemenz kominn framhjá Blönduósi
Klemenz við upphaf ferðar í Varmahlíð í morgun.
Mánudagur 2. september 2013 kl. 17:33

Klemenz kominn framhjá Blönduósi

Hjólakappinn Klemenz Sæmundsson var staddur á Blönduósi fyrir tveimur tímum síðan og ætlaði þá að hjóla eitthvað áfram. Hann hefur haft töluverðan vind í fangið og því ekki komist hratt yfir.
Hann hóf daginn í Varmahlíð þar sem hann lauk gærdeginum. Hann borðaði hádegismat á Sýslumannsskrifstofunni á Blönduósi.

Lokadagur hringferðarinnar verður hins vegar miðvikudaginn 4. september þegar Klemenz hjólar síðasta legginn til Suðurnesja og hleypur svo „Klemmann“ sem er tæplega 24 km. hringur um Reykjanesbæ, Sandgerði og Garð.

Þeir sem vilja leggja þessu góða málefni lið og heita á kappann á Íslandstúrnum eða taka þátt í Klemmanum geta lagt inn á eftirfarandi reikninga: 542 14 403600 kt. 0409632359, eða 0142-05-71259 kt. 040963-2359.
Einnig er hægt að styrkja með innhringinúmerunum .
901-5110 sem er 1000- kr
901-5113 sem er 3000- kr
901-5115 sem er 5000- kr
Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Klemminn hefst kl 16:30 þann 4. september fyrir þá sem vilja ganga og kl. 17.30 fyrir þá sem vilja hlaupa eða hjóla. Start og endamark er að Heiðarbóli 37 (Við Heiðarskóla). Boðið verður uppá hressingu að loknu hlaupi.

Ingimundur Guðjónsson ætlar að vera tilbúinn með símann og ætlar að skutla fólki í gönguna eða hlaupið simi 844-7173 em vilja koma inní einhversstaðar á leiðinni. Við vonum að við náum í risastóran hóp sem klárar þennan áfanga með saman með honum.

Ca. skipulag fyrir þá sem ætla að labba
Kl 16:30 fyrir þá sem ætla að labba 24 km frá Heiðarbóli
17:45 Sandgerði
18:30 Garður
19:30 Golfskáli
20:00 Hesthús
20:30 Heiðarból

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024