Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klemenz frestar afmælishlaupi sínu á Þorbjörn
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 30. ágúst 2023 kl. 09:54

Klemenz frestar afmælishlaupi sínu á Þorbjörn

Klemenz Sæmundsson, nýr skólameistari Fisktækniskóla Íslands, sem fagnar 60 ára afmæli sínu 4. september og hafði ætlað að fagna tímamótunum með því að hlaupa 30 ferðir upp og niður fjallið Þorbjörn í Grindavík á laugardaginn, hefur ákveðið að fresta hlaupinu um viku vegna slæmrar veðurspár.

Klemenz hvetur alla til að mæta laugardaginn 9. september en hann hyggst byrja kl. 07:00 að hlaupa og verður að fram eftir degi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024