Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 22. október 2001 kl. 09:59

Kleifarvatn lækkar enn

Vatnamælingar Orkustofnunar greindu frá því ágúst sl. að vatnsstaða Kleifarvatns hefði ekki veirð lægra í heila öld. Nýjustu mælingar á vatninu sýna að vatnið lækkar enn og er nú 30 sentímetrum lægra en í ágúst.
Vatnshæð Kleifarvatns hefur verið mælt reglulega frá því 1964 en til eru mælingar aftur til ársins 1930. Yfirborð vatnsins hefur lækkað stöðugt frá því í júní 2000. Sprungur hafa myndast á botni vatnsins og seitlar vatn út um þær sprungur en líklegt er að þær hefi opnast í kjölfar Suðurlandsskjálftanna í júní á síðasta ári.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024