Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Klassart á toppinn á Tonlist.is
Þriðjudagur 31. ágúst 2010 kl. 12:31

Klassart á toppinn á Tonlist.is

Gamli grafreiturinn með hljómsveitinni Klassart frá Sandgerði er heldur betur að gera góða hluti þessa dagana. Lagið skipar efsta sætið á metsölulistanum á Tonlist.is auk þess sem lagið er í öðru sæti vinsældalista Bylgjunnar og í því þriðja hjá Rás 2.

„Ég held ég tali fyrir hönd allra þegar ég segi að við séum bara mjög ánægð með viðtökurnar sem við erum að fá,“ segir Pálmar Guðmundsson, bassaleikari sveitarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Klassart mun koma fram á tónleikum í bíósal DUUS húsa í Reykjanesbæ á Ljósanótt. Tónleikarnir hefjast kl. 17:30 þann 4. september. Þann sama dag mun Klassart troða upp í Rokksafni Rúnars Júl við Skólaveg í Keflavík.