Klæðning losnaði á háhýsi í Keflavík
Eitt af fyrstu útköllum næturinnar var vegna klæðningar sem losnaði á háhýsi við Pósthússtræti í Keflavík. Ekki var þó talin mikil hætta en sjá mátti lausa klæðningu á svölum á 6. og 7. hæð á húsi við götuna.
Háhýsin við Pósthússtræti standa við sjávarsíðuna og í nótt barði Suðaustanáttin á húsunum.
VF-myndir: Hilmar Bragi