KK kynnir brunavarnir
Hljómlistarmaðurinn KK ætlar að hefja sérstæða tónleikaferð þann 1. október nk. Hann heldur tónleika á Hafurbirninum í Grindavík þriðjudaginn 17. október og á N1-barinn í Keflavík föstudaginn 20. október. Tónleikarnir hefjast kl. 21.KK mun aka hringinn í kringum landið á grænmáluðum sjúkrabíl og halda tónleika á átján stöðum. Auk þess að halda tónleika mun hann koma við á slökkvistöðvum og taka lagið jafnhliða því sem viðkomandi slökkvilið mun ásamt KK fræða leikskólabörn og aðra gesti um brunavarnir á léttum nótum. Tilgangurinn með ferðalaginu er koma reykskynjurum á sem flestheimili í landinu. Einnig að vekja athygli á brunavörnum skemmtistaða og félags- og íþróttaheimila en þar safnast oft saman mikill fjöldi fólks.Í tengslum við tónleikaferðina munu ungmennafélögin um land allt selja, sér til fjáröflunar, reykskynjara og geisladisk með KK í einum pakka. Jafnframt verða í pakkanum leiðbeiningabæklingar til almennings um brunavarnir. Á geisladisknum eru 10 sérvalin lög, m.a. tónleikaupptökur, sem ekki hafa komið út áður, einnig er þar að finna fyrstu hljóðupptöku KK og síðast enn ekki síst er Eldbandið (hljómsveit slökkviliðsmanna) með tvö lög á disknum.Árleg brunavarnavika Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna fyrir grunnskólanna, sem unnin er í samstarfi allra slökkviliðanna í landinu, verður síðan á sínum stað í desember.