Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjötsending til ÍAV endaði á götuhorni
Þriðjudagur 24. maí 2005 kl. 17:58

Kjötsending til ÍAV endaði á götuhorni

Fullur kassi af kjötvörum ætluðum Íslenskum aðalverktökum fannst á gatnamótum Heiðarbrautar og Vesturgötu á öðrum tímanum í dag. Margir höfðu gefið kassanum auga en það var síðan eldri maður, sem sagðist hafa séð til þess sem missti kjötsendinguna, sem tók kassann og það sem í honum var í bifreið sína.
Til að tryggja að sendingin kæmist örugglega til skila tilkynnti annar vegfarandi um atvikið til lögreglu. Lögreglan hafði númer á bifreið þess sem tók kjötið og hafði einnig samband við Íslenska aðalverktaka, sem söknuðu kjötsendingarinnar. Vonaðist fyrirtækið eftir því að fá sendinguna. Hvernig kassinn með kjötinu endaði á fyrrnefndum gatnamótum er hins vegar ráðgáta.

Myndin er sviðsett samsuða og tengist ekki fréttinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024