Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjósið Ljósalagið 2005 á netinu
Fimmtudagur 18. ágúst 2005 kl. 09:37

Kjósið Ljósalagið 2005 á netinu

Keppnin um Ljósalagið 2005 er hafin og hafa 5 lög verið valin út úr hópi um 40 laga sem voru send inn. lögin 5 munu svo taka þátt í forkeppni í Íslandi í Bítið á Stöð2 á komandi mánudag, 22. ágúst. Þar munu 3 lög komast áfram í lokakeppnina sem verður á aðalkvöldi Ljósanæturhátíðarinnar, laugardagskvöldið 3. september.

Áhugasamir geta hlustað á lögin á vefsíðunni tonlist.is og keypt öll lögin á einungis 445 kr. Þar er líka í gangi netkosning þar sem hlustendur geta valið sitt uppáhaldslag.

Búið er að útsetja og taka upp þau lög sem tóku þátt í forkeppni Ljósalagsins 2005.

Þeir sem eiga lög í forkeppninni eru Elvar Gottskálksson, Kalli Bjarni, Halldór Guðjónsson og Sverrir Stormsker, en flytjendur eru Íris Kristinsdóttir, Davíð Smári, Guðlaug Magnúsdóttir, Kalli Bjarni og Tinna Marína. 
 
VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024