Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kjörstaðir opnir um allt land
Laugardagur 12. maí 2007 kl. 10:12

Kjörstaðir opnir um allt land

Kjörstaðir hafa opnað um allt land og verða þeir opnir allt til kl 22 í kvöld.

Upplýsingar um kjörstaði í Reykjanesbæ má finna hér.

Annarsstaðar á Suðurnesjum er kosið í grunnskólum í hverju sveitarfélagi.

 

Í Suðurkjördæmi eru 30597 manns á kjörskrá, 15690 karlar og 14907 konur. Kjördæmið nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði til sveitarfélagsins Voga og eru þar í boði níu kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti. Alls munu því 3060 atkvæði liggja að baki hverjum þingmanni.

 

Kjósendum í kjördæminu hefur fjölgað nokkuð frá kosningunum 2003 en þá voru 28344 á kjörskrá en það jafngildir um 12,5% fjölgun atkvæðabærra manna og kvenna.

 

VF-myndir Þorgils - Frá kjörstöðum í Reykjanesbæ í morgun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024