Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 00:18

Kjörskrá fyrir Reykjanesbæ lögð fram

Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ 25. maí 2002 var lögð fram á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 2. hæð í gær, hinn 15. maí. Mun hún vera þar almenningi til sýnis frá kl. 9:00 til 15:30 hvern virkan dag til kjördags. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarstjórnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá yfirkjörstjórn Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024