Kjörseðill í Garði með tvær spurningar og prentvillu
Það er ekki bara kjörseðillinn í Reykjanesbæ sem inniheldur tvær spurningar en gefur eingöngu einn möguleika á því að svara játandi eða neitandi. Seðillinn í Garði er samskonar og seðillinn í Reykjanesbæ, sem athugasemdir hafa verið gerðar við.
Í Garði eru kjósendur annars vegar spurðir:
Samþykkir þú sameiningu Reykjanesbæjar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Þarna er svarmöguleikinn Já eða Nei.
Þá er spurt: Samþykkir þú sem sem íbúi í Sveitarfélaginu Garði að sameining eigi sér stað við Reykjanesbæ og Sandgerði. Ekki er boðið upp á að svara þeirri spurningu.
Gera má ráð fyrir að kjörseðlar í Sandgerði og Vogum séu með sama hætti.
Í Garði eru kjósendur annars vegar spurðir:
Samþykkir þú sameiningu Reykjanesbæjar Sveitarfélagsins Garðs og Sandgerðisbæjar. Þarna er svarmöguleikinn Já eða Nei.
Þá er spurt: Samþykkir þú sem sem íbúi í Sveitarfélaginu Garði að sameining eigi sér stað við Reykjanesbæ og Sandgerði. Ekki er boðið upp á að svara þeirri spurningu.
Gera má ráð fyrir að kjörseðlar í Sandgerði og Vogum séu með sama hætti.