Kjörnir fulltrúar í Vogum á skólabekk
Námskeið fyrir bæjarfulltrúa og nefndarmenn Sveitarfélagsins Voga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa var haldið fyrr í mánuðinum.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, sem jafnframt er menntaður stjórnsýslufræðingur, hélt námskeiðið.
Þátttaka var góð eins og sést á meðfylgjandi mynd sem birtist á vef Voga.