Kjörnir fulltrúar fá 76.000 kr. til tölvukaupa
Kjörnir fulltrúar hjá Grindavíkurbæ fá styrk til tölvukaupa fyrir nýhafið kjörtímabil. Á fjárhagsáætlun 2018 eru 840 þús.kr. ætlaðar í styrki vegna tölvukaupa kjörinna fulltrúa.
Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Grindavíkurbæjar hefur verið falið að vinna málið áfram þannig að hver kjörinn fulltrúi fái að hámarki 76.000 kr. til tölvukaupa.