Kjarvals-ruggustóll til sölu í Kompunni
Kompan, sem er verslun Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum með notuð húsgögn, leitar í dag tilboða í forláta Kjarvals-ruggustól. Samskonar ruggustóll var á dögunum seldur á rúmar 70.000 krónur. Þegar er komið 30.000 króna boð í ruggustólinn fjá Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum en tekið verður á móti tilboðum til kl. 14 á morgun, fimmtudag.
„Þessi flotti ruggustóll sem allir hafa beðið eftir er nú til sölu. Við ætlum að hafa þann háttinn á að áhugasamir gera TILBOÐ í hann og stendur það alveg til kl. 14:00 á morgun fimmtudaginn 15. febrúar 2018.
Setjið tilboðið ykkar í athugasemd við þessa færslu.
Setjið tilboðið ykkar í athugasemd við þessa færslu.
Stóllinn er mjög fallegur og er eftir Svein Kjarval. Ruggustóllinn er til sýnis hjá okkur í Kompunni,“ segir í auglýsingu Kompunnar.