Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kjartan fær aðstoðarmann um miðjan ágúst
KJartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
mánudaginn 5. ágúst 2019 kl. 05:00

Kjartan fær aðstoðarmann um miðjan ágúst

Tilkynnt verður um aðstoðarmann Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um miðjan ágúst. Reykjanesbær auglýsti nýverið starf aðstoðarmanns bæjarstjóra og alls 49 einstaklingar sóttu um starfið, þar af 33 konur og 16 karlar.

Í starfi aðstoðarmanns felst meðal annars aðstoð við dagleg verkefni bæjarstjóra, undirbúningur funda og umsjón með ýmsum erindum sem berast bæjarstjóranum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir greindu áður frá því hverjir umsækjendurnir væru en hæfniskröfur starfsins eru meðal annars háskólamenntun sem nýtist í starfi, reynsla af stjórnun verkefna og þekking af starfsumhverfi sveitarfélaga og opinberri stjórnsýslu.

Starf aðstoðarmanns bæjarstjóra er ekki nýtt starf hjá Reykjanesbæ þar sem sitjandi bæjarstjórar höfðu aðstoðarmann til ársins 2013. Þá var titill starfsins ritari bæjarstjóra.