Kjarnorkuvopnageymsla byggð á Keflavíkurflugvelli
Á árunum 1958-1959 var byggð hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengjur á Keflavíkurflugvelli, en í henni var ætlunin að setja saman kjarnorkuvopn sem var ætlað að granda kafbátum. Skammt frá var sprengiefnageymsla. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri bók Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, „Uppgjör við umheiminn“. mbl.is greindi frá.
Valur segir að þessi hleðslustöð (Advanced Underseas Weapons Shop, AUW Shop) hafi verið byggð í þeim tilgangi að þangað væri hægt að flytja vopn á stríðstímum. Hann segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að kjarnorkuvopnum hafi verið komið þarna fyrir á kaldastríðstímanum.
Eftir að bandaríska njósnaflugvélin U-2 var skotin niður yfir Sovétríkjunum 1960 óskaði Guðmundur Í. Guðmundsson, þáverandi utanríkisráðherra, eftir upplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum um hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður til millilendingar fyrir U-2 flugvélar og hvort hér væru kjarnorkuvopn. Af því tilefni sendu Utanríkisráðuneyti og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fyrirmæli til James Penfields, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem honum var leiðbeint um hvernig hann ætti að svara fyrirspurninni.
Hleðslustöðin byggð 1958-59
Í svarinu kemur fram að verið sé að koma upp aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir kjarnorkuvopn. Um sé að ræða hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengjur sem 2. floti Bandaríkjanna gæti haft til aðstoðar í aðgerðum sínum.
Stöðin var byggð á árunum 1958-1959 og stendur hún enn nokkuð afskekkt á flugvallarsvæðinu. Skammt frá henni voru byggðar hálfniðurgrafnar sprengiefnageymslur. Íslenskir iðnaðarmenn unnu að byggingunni undir stjórn Bandaríkjamanna.
Valur segist ekki vita hvernig hleðslustöðin og geymslurnar eru nýttar í dag eða hvort hlutverki þeirra hefur verið breytt.
Á þessum tíma voru 14 slíkar hleðslustöðvar í Bandaríkjunum og erlendis og segir Valur að markmiðið hafi verið að koma kjarnorkuvopnum fyrir í öllum þeirra. Pólitísk vandamál hafi hins vegar komið í veg fyrir að það yrði gert alls staðar. Á Keflavíkurflugvelli voru á þessum tíma sex P2V7 Neptune langdrægar kafbátaleitarvélar sem gátu borið kjarnorkudjúpsjávarsprengjur, en hleðslustöðin var sérstaklega hönnuð fyrir slíkar sprengjur.
Valur segir að í hernaðaráætlunum bandaríska sjóhersins á seinni hluta sjöunda áratugarins hafi verið gert ráð fyrir því að kjarnorkuvopnum væri komið fyrir á Íslandi á stríðstímum.
Það var stefna íslenskra stjórnvalda að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn nema með samþykki íslenskra stjórnvalda. Valur segir að Bandaríkjamenn hafi á sjötta og sjöunda áratugnum viljað hafa frjálsari hendur og ekki viljað gefa íslenskum stjórnvöldum tryggingu fyrir því að þau yrðu spurð um leyfi til að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Íslandi. Hann segir hins vegar að þótt engir formlegir samningar hafi verið gerðir um beitingu kjarnorkuvopna héðan svo hann viti hafi þurft að fá leyfi íslenskra stjórnvalda áður en herstöðin yrði notuð í þeim tilgangi.
Valur segir að þessi hleðslustöð (Advanced Underseas Weapons Shop, AUW Shop) hafi verið byggð í þeim tilgangi að þangað væri hægt að flytja vopn á stríðstímum. Hann segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að kjarnorkuvopnum hafi verið komið þarna fyrir á kaldastríðstímanum.
Eftir að bandaríska njósnaflugvélin U-2 var skotin niður yfir Sovétríkjunum 1960 óskaði Guðmundur Í. Guðmundsson, þáverandi utanríkisráðherra, eftir upplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum um hvort Keflavíkurflugvöllur hefði verið notaður til millilendingar fyrir U-2 flugvélar og hvort hér væru kjarnorkuvopn. Af því tilefni sendu Utanríkisráðuneyti og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fyrirmæli til James Penfields, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem honum var leiðbeint um hvernig hann ætti að svara fyrirspurninni.
Hleðslustöðin byggð 1958-59
Í svarinu kemur fram að verið sé að koma upp aðstöðu á Keflavíkurflugvelli fyrir kjarnorkuvopn. Um sé að ræða hleðslustöð fyrir djúpsjávarsprengjur sem 2. floti Bandaríkjanna gæti haft til aðstoðar í aðgerðum sínum.
Stöðin var byggð á árunum 1958-1959 og stendur hún enn nokkuð afskekkt á flugvallarsvæðinu. Skammt frá henni voru byggðar hálfniðurgrafnar sprengiefnageymslur. Íslenskir iðnaðarmenn unnu að byggingunni undir stjórn Bandaríkjamanna.
Valur segist ekki vita hvernig hleðslustöðin og geymslurnar eru nýttar í dag eða hvort hlutverki þeirra hefur verið breytt.
Á þessum tíma voru 14 slíkar hleðslustöðvar í Bandaríkjunum og erlendis og segir Valur að markmiðið hafi verið að koma kjarnorkuvopnum fyrir í öllum þeirra. Pólitísk vandamál hafi hins vegar komið í veg fyrir að það yrði gert alls staðar. Á Keflavíkurflugvelli voru á þessum tíma sex P2V7 Neptune langdrægar kafbátaleitarvélar sem gátu borið kjarnorkudjúpsjávarsprengjur, en hleðslustöðin var sérstaklega hönnuð fyrir slíkar sprengjur.
Valur segir að í hernaðaráætlunum bandaríska sjóhersins á seinni hluta sjöunda áratugarins hafi verið gert ráð fyrir því að kjarnorkuvopnum væri komið fyrir á Íslandi á stríðstímum.
Það var stefna íslenskra stjórnvalda að hér skyldu ekki vera kjarnorkuvopn nema með samþykki íslenskra stjórnvalda. Valur segir að Bandaríkjamenn hafi á sjötta og sjöunda áratugnum viljað hafa frjálsari hendur og ekki viljað gefa íslenskum stjórnvöldum tryggingu fyrir því að þau yrðu spurð um leyfi til að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Íslandi. Hann segir hins vegar að þótt engir formlegir samningar hafi verið gerðir um beitingu kjarnorkuvopna héðan svo hann viti hafi þurft að fá leyfi íslenskra stjórnvalda áður en herstöðin yrði notuð í þeim tilgangi.