Kiwanismenn selja jólatré
Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðjunni og Blómavali eins og undanfarin ár og bjóða glæsilegt úrval af lifandi trjám.
Auk trjáa eru í boði leiðiskrossar og skreyttar greinar. Jólatréssalan hefur verið ein stærsta fjáröflun þeirra kiwanismanna en allur ágóði rennur til líknarmála. Það er opið alla daga til jóla til kl. 21. Á myndinni eru kiwaniskapparnir Guðni Pálsson og Bragi Eyjólfsson.