Kiwanismenn og björgunarsveitin í samstarfi
Kiwanisklúbburinn Hof í Garði og Björgunarsveitin Ægir í Garði eru samstarfsaðilar um flugeldasölu í Garðinum en samstarfið hófst á síðasta ári. Kiwanismenn hafa verið með flugeldasölu í Garðinum í áratugi en fengu björgunarsveitina til samstarfs fyrir síðustu áramót.
Sölustaðurinn í Garði er í Þorsteinsbúð við Gerðaveg 20b og er opinn í dag kl. 10-22 og á morgun, gamlársdag, frá kl. 10-15.