Kiwanismenn afhentu styrki - selja jólatré
Kiwanisklúbburinn Keilir er með sína árlegu jólatréssölu í Húsasmiðjunni, auk trjáa eru í boði leiðiskrossar og skreyttar greinar. Þetta er stærsta fjáröflun Keilis og rennur allur ágóði til líknarmála. Þetta er hluti af jólahefð hjá fjölmörgum fjölskyldum á Suðurnesjum að kaupa jólatré af Kiwanisklúbbnum og færir hann þeim sínar bestu þakkir fyrir, segir í tilkynningu frá klúbbnum.
Í upphafi sölunnar voru afhentir styrkir til Velferðarsjóðs og Fjölskylduhjálpar líkt og undanfarin ár, Skúli Magnússon forseti Keilis og Arnar Ingólfsson formaður styrktarnefndar sáu um afhendingu styrkjanna. Þórunn Þórisdóttir tók við styrknum fyrir hönd Velferðarsjóðs og Anna Valdís Jónsdóttir fyrir hönd Fjölskylduhjálpar.
Anna Valdis notaði þetta tækifæri og afhendi Kiwanisklúbbnum viðurkenningu Fjölskylduhjálpar, Hjálparengill 2016.
Arnar og Björn afhentu Önnu Valdísi styrk frá Kiwanisklúbbnum.