Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kiwanisklúbburinn Keilir gefur Ævar bangsa
Föstudagur 2. febrúar 2018 kl. 06:00

Kiwanisklúbburinn Keilir gefur Ævar bangsa

Það er hefð fyrir því að Kiwanisklúbburinn Keilir gefi bangsa til Brunavarna Suðurnesja en bangsarnir eru ætlaðir til huggunar fyrir þau börn sem þurfa á sjúkraflutningum að halda.

Bangsinn hefur fengið nafnið Ævar og er hann til minningar um Ævar Guðmundsson fyrrverandi Keilismann sem lést árið 2008. Fjölskylda Ævars styrkti verkefnið Kiwanisklukkan og hefur verið afhentur styrkur í nafni Ævars síðan þá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var Ingólfur Ingibergsson forseti Keilis ásamt Guðrúnu Eyjólfsdóttur ekkju Ævars heitins sem afhentu bangsana í þetta skiptið og tók Ármann Árnason varðstjóri við gjöfinni fyrir hönd Brunavarna Suðurnesja.