Kiwanis og Lions í Suðurnesjabæ styrkt um fasteignagjöld
Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur samþykkt styrki til tveggja líknarfélaga og félagasamtaka í Suðurnesjabæ vegna fasteignagjalda árið 2023. Erindin eru frá Kiwanisklúbbnum Hof í Garði og Lionsklúbbi Sandgerðis.
Samþykkt var samhljóða að veita Kiwanisklúbbnum Hof styrk að fjárhæð kr. 520.905 og Lionsklúbbi Sandgerðis styrk að fjárhæð kr. 34.440 til greiðslu fasteignaskatts. Fjárheimild er í fjárhagsáætlun 2023.