Kiwanis afhenti Geðhjálp og BUGL 14,6 milljónir
Kiwanishreyfingin á Íslandi safnaði alls um 14,6 milljónum króna til handa Geðhjálp og Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss (BUGL) í landssöfnun Kiwanis á K-deginum. Söfnunin bar yfirskriftina Lykill að lífi og fór fram dagana 7.–10. október. Fulltrúar Kiwanis afhentu Geðhjálp og BUGL söfnunarféð við athöfn í Kiwanishúsinu í gær.
Markmiðið með söfnuninni í ár var annars vegar að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni og hins vegar að styðja við uppbyggingu göngudeildar BUGL. Á fimmta hundrað félagar í Kiwanis og um 200 aðstoðarmenn frá íþróttafélögum og skátum seldu K-lykilinn, barmmerki söfnunarinnar, vítt og breitt um landið á fjórum dögum. Kiwanis þakkar þann góða stuðning og hlýhug sem landsmenn sýndu átaki hreyfingarinnar. Einnig vill Kiwanis þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu söfnuninni lið.
Kristinn Richardsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis, er sérlega þakklátur fyrir þann stuðning og meðbyr sem hreyfingin fékk meðan á söfnuninni stóð. Hann segir að það fé sem safnaðist eigi eftir að koma í góðar þarfir hjá BUGL og Geðhjálp. Í ár eru þrjátíu ár liðin frá fyrsta K-deginum, landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi til styrktar geðsjúkum.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að stuðningur Kiwanis sé ómetanlegur fyrir Geðhjálp. „Það er mikilvægt að vita til þess að hreyfing eins og Kiwanis leggi ítrekað sitt af mörkum til þess að styrkja starfsemi á vegum Geðhjálpar og einnig til að vekja þjóðina til vitundar um málefni geðsjúkra. Þetta framlag mun gera Geðhjálp kleift að setja í gang þá nauðsynlegu vinnu að rjúfa einangrun þeirra sem við geðsjúkdóma eiga að etja á landsbyggðinni.“
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að Kiwanishreyfingin hafi um árabil stutt við bakið á BUGL. „Má þar nefna innanstokksmuni þegar unglingadeildin var opnuð 1987 og svo íbúð fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem hefur verið deildinni til afnota frá 1996.“ Hann segir að það fé sem nú hafi safnast komi í góðar þarfir við þá uppbyggingu Barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss sem fram undan er, enda sé stækkun húsnæðisins löngu tímabær.
Heildarágóði af K-dögum Kiwanishreyfingarinnar undanfarna þrjá áratugi nemur rúmlega 200 milljónum króna á núvirði.
Markmiðið með söfnuninni í ár var annars vegar að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni og hins vegar að styðja við uppbyggingu göngudeildar BUGL. Á fimmta hundrað félagar í Kiwanis og um 200 aðstoðarmenn frá íþróttafélögum og skátum seldu K-lykilinn, barmmerki söfnunarinnar, vítt og breitt um landið á fjórum dögum. Kiwanis þakkar þann góða stuðning og hlýhug sem landsmenn sýndu átaki hreyfingarinnar. Einnig vill Kiwanis þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem lögðu söfnuninni lið.
Kristinn Richardsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis, er sérlega þakklátur fyrir þann stuðning og meðbyr sem hreyfingin fékk meðan á söfnuninni stóð. Hann segir að það fé sem safnaðist eigi eftir að koma í góðar þarfir hjá BUGL og Geðhjálp. Í ár eru þrjátíu ár liðin frá fyrsta K-deginum, landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi til styrktar geðsjúkum.
Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að stuðningur Kiwanis sé ómetanlegur fyrir Geðhjálp. „Það er mikilvægt að vita til þess að hreyfing eins og Kiwanis leggi ítrekað sitt af mörkum til þess að styrkja starfsemi á vegum Geðhjálpar og einnig til að vekja þjóðina til vitundar um málefni geðsjúkra. Þetta framlag mun gera Geðhjálp kleift að setja í gang þá nauðsynlegu vinnu að rjúfa einangrun þeirra sem við geðsjúkdóma eiga að etja á landsbyggðinni.“
Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, segir að Kiwanishreyfingin hafi um árabil stutt við bakið á BUGL. „Má þar nefna innanstokksmuni þegar unglingadeildin var opnuð 1987 og svo íbúð fyrir aðstandendur barna af landsbyggðinni sem hefur verið deildinni til afnota frá 1996.“ Hann segir að það fé sem nú hafi safnast komi í góðar þarfir við þá uppbyggingu Barna- og unglingageðdeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss sem fram undan er, enda sé stækkun húsnæðisins löngu tímabær.
Heildarágóði af K-dögum Kiwanishreyfingarinnar undanfarna þrjá áratugi nemur rúmlega 200 milljónum króna á núvirði.