Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kísiláformum í Helguvík frestað
Fimmtudagur 14. febrúar 2008 kl. 14:43

Kísiláformum í Helguvík frestað

Framkvæmdum við fyrirhugaða kísilverksmiðju í Helguvík hefur verið frestað um allt að ár vegna þess að illa hefur gengið að tryggja raforku til verkefnisins. Framkvæmdirnar áttu að hefjast í vor. Þetta segir Magnús Garðarsson, einn þeirra sem standa að verksmiðjunni.

Landsvirkjun hefur ekki viljað útvega raforku til kísilverksmiðjunnar en Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja hafa boðist til þess, segir Magnús. Umhverfismati fyrir verksmiðjuna verður skilað til Skipulagsstofnunar síðar í þessum mánuði.

Síðasta sumar bárust fréttir þess efnis að fjármögnun fyrsta áfanga verksmiðjunnar, sem framleiða mun 25.000 tonn á ári, væri tryggð.

Frétt af www.ruv.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024