Mánudagur 2. apríl 2012 kl. 14:02
Kisi vill komast heim fyrir páska
Þessi fallegu gulbröndótti kettlingur er víst ekki alveg með það á hreinu hvar hann á heima. Þess vegna ákvað hann að flytja inn á heimilisfólkið í Háaleiti 24 Keflavík og þverneitar að fara. Þeir sem kannast við kisa geta haft samband við Guðlaugu Ólöfu í síma 421 7978 eða 891 7978.