Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kisa á flugi í óveðrinu
Föstudagur 14. desember 2007 kl. 09:41

Kisa á flugi í óveðrinu

Þessi kisa komst í hann krappan í óveðrinu í fyrradag þegar sterkur vindurinn hreif hana með sér. Íbúar á Norðurgarði 25 urðu heldur betur varir við kisu því hún kom fjúkandi í vindinum og skall með þungum dynk á stofugluggann.  Íbúarnir brugðust skjótt við og björguðu kisu inn í hlýjuna. Dýrið jafnaði sig fljótlega eftir þessa lífsreynslu og dvelur nú í besta yfirlæti hjá bjargvættum sínum á Norðurgarðinum. Samt sem áður þyrfti kisa að komast til síns heima og þeir sem kynnu að sakna hennar geta hringt í síma 894 3390.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024