Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kírópraktor opnar stofu á Ásbrú
Miðvikudagur 27. mars 2013 kl. 10:08

Kírópraktor opnar stofu á Ásbrú

Egill Þorsteinsson kírópraktor hefur opnað stofu á Ásbrú þar sem hann hefur móttöku hluta úr degi þrjá daga í viku. Stofan heitir Kírópraktík Ásbrú er í húsnæði sem kallast Eldvörp og er við Flugvallarbraut 752. Stofan er opin frá kl. 15-18 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga og bóka má tíma í síma 562 7700.

Hvað er kírópraktík?
Kírópraktík eru vísindi og fag á heilbrigðissviði og er yfir hundrað ára gömul. Kírópraktík byggir á því lögmáli að taugakerfið er ráðandi í stjórnun hinnar meðfæddu getu líkamans til þess að viðhalda jafnvægi í kerfum líkamans (homeostasis) og heilsu hans. Af því leiðir að truflun í virkni taugakerfisins hefur neikvæð áhrif á heilsuna.

Kírópraktík er heimspeki, vísindi og listform sem miðar að því að finna og laga hryggjarliði sem misst hafa stöðu sína, setja pressu á nærliggjandi taugar og hafa þar með bagaleg áhrif á getu taugakerfisins til þess að stjórna líffærum og líffærakerfum líkamans.

Fólk sem setur heilsuna í forgang fer reglulega til kírópraktors. Það verður hluti af því sem gert er til viðhalds góðrar heilsu, ásamt því að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat, hvílast vel og svo framvegis.

Egill segir að það sé algengt er að fólk komi ört í meðhöndlun fyrstu vikurnar. Hve oft og hve lengi er einstaklinsgbundið og veltur á mörgum þáttum. Oft geti það verið þrisvar sinnum í viku í örfáar vikur og þá er fólk hvatt til að mæta í „viðhald“ til þess að viðhalda þeim árangri sem hafi náðst.

Fyrsti tíminn hjá Agli fer fram á stofu hans við Laugaveg í Reykjavík en allir tímar í framhaldinu fara fram á stofunni á Ásbrú. Ástæðan er að í fyrsta tíma fer fram röntgenmyndataka sem þarf að framkvæma á stofunni í Reykjavík.

Þeir sem vilja kynna sér kírópraktík nánar er bent á http://www.kiropraktik.is/ sem er heimasíða Egils.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024