Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. mars 2002 kl. 14:25

Kirkjugarðurinn í Grindavík stækkaður

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt samning við Sóknarnefnd um stækkun kirkjugarðsins að Stað. Bæjarráð samþykkti að veita 7,3 milljónum til verkefnisins og greiðist féð út á þessu ári og því næsta.Það er lögbundið hlutverk sveitafélaga að sjá kirkjugörðum fyrir greftrarhæfu landi og að sjá um að aðkoman að görðunum sé góð. Gamli kirkjugarðurinn að stað stendur á hrauni og því þarf að flytja jarðveg þangað til að hægt sé að stækka garðinn. Bæjarráð hefur samþykkt samninginn eins og áður sagði og leggur til að bæjarstjórn samþykki hann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024