Kirkjugarðurinn að Kálfatjörn stækkaður
Útboð hefur farið fram á stækkun Kirkjugarðsins við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Um er að ræða jarðvinnu við stækkun um tvær spildur fyrir grafarstæði og stíg á milli með yfirborðsfrágangi. Verkinu skal vera lokið fyrir 28. nóvember næstkomandi.
Þá er unnið er við gerð göngustígs frá Hafnargötu að Akurgerði í Vogum . Rekan ehf. í Reykjanesbæ sér um útgröft og fyllingu en Hlaðbær Colas sér um malbikun Því verki skal lokið fyrir 20. október nk., segir á vef Vatnsleysustrandarhrepps.
Þá er unnið er við gerð göngustígs frá Hafnargötu að Akurgerði í Vogum . Rekan ehf. í Reykjanesbæ sér um útgröft og fyllingu en Hlaðbær Colas sér um malbikun Því verki skal lokið fyrir 20. október nk., segir á vef Vatnsleysustrandarhrepps.