Kirkjugarður í kröggum
— Óskað eftir fjárstuðningi vegna vaxtakostnaðar láns
Kálfatjarnarkirkjugarður hefur óskað eftir fjárstuðningi frá Sveitarfélaginu Vogum vegna vaxtakostnaðar láns sem tekið var í tengslum við stækkun kirkjugarðsins að Kálfatjörn.
Erindi gjaldkera Kálfatjarnarkirkjugarðs var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Voga í síðustu viku. Þar var staðfest afgreiðsla bæjarráðs á erindi frá gjaldkeranum þar sem segir að bæjaryfirvöld geti ekki orðið við erindinu. Kirkjugarðurinn þarf því að finna aðrar leiðir til að afla fjár til að greiða vaxtakostnaðinn.