Kirkjan kaupir Kapelluna
Þjóðkirkjan hefur lagt fram kauptilboð í Kapellu Ljóssins á Vallarheiði, sem og þrjár íbúðir á Breiðstræti 672. Kapellan var byggð árið 1985 og var bænahús allra trúflokka á tímum Bandaríkjahers , en hýsir nú skrifstofur og kennslustofur Keilis.
Kaupin, sem hljóða upp á 155 milljónir króna fyrir þessa rúmlega 10 þús fermetra, eru háð samþykki kirkjuþings sem mun taka ákvörðun í vikunni. Verði af þeim mun hefðbundin kirkjustarfsemi á gömlu herstöðunni hefjast innan tíðar. Gamla herstöðin tilheyrir kirkjuumdæmi Njarðvíkursóknar og mun séra Baldur Rafn Sigurðsson sjá um þetta prestumdæmi.
Þjóðkirkjan fær eignirnar afhentar þann 1. nóvember, en Keilir mun leigja af henni aðstöðu þar til starfsemin verður flutt yfir í skólahúsnæðið hinum megin við götuna, en Keilir festi kaup á því húsi ekki alls fyrir löngu.
Kaupin, sem hljóða upp á 155 milljónir króna fyrir þessa rúmlega 10 þús fermetra, eru háð samþykki kirkjuþings sem mun taka ákvörðun í vikunni. Verði af þeim mun hefðbundin kirkjustarfsemi á gömlu herstöðunni hefjast innan tíðar. Gamla herstöðin tilheyrir kirkjuumdæmi Njarðvíkursóknar og mun séra Baldur Rafn Sigurðsson sjá um þetta prestumdæmi.
Þjóðkirkjan fær eignirnar afhentar þann 1. nóvember, en Keilir mun leigja af henni aðstöðu þar til starfsemin verður flutt yfir í skólahúsnæðið hinum megin við götuna, en Keilir festi kaup á því húsi ekki alls fyrir löngu.