Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kim Yong Wings opnar í Vogum
Sæmundur og Bjarni ásamt syni Bjarna, Ými Ágúst á fullu að klára pallinn og gera klárt fyrir opnun þann 9. ágúst.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 1. ágúst 2023 kl. 07:00

Kim Yong Wings opnar í Vogum

Nýr veitingastaður mun opna í Vogum á næstunni og ef allt gengur að óskum, mun miðvikudagurinn 9. ágúst verða dagurinn.

Það eru félagarnir Sæmundur Ásgeir Þórðarson og Bjarni Daníel Ýmisson sem eru eigendur staðarins. „Það var veitingastaður hér sem hét Gamla pósthúsið en sá staður lokaði árið 2019. Um það leyti ætluðum við að opna þennan stað í Mathöll sem átti að rísa í Reykjanesbæ en þær fyrirætlanir urðu að engu í COVID. Þar ætluðum við eingöngu að bjóða upp á kóreska kjúklingavængi enda átti staðurinn að heita Kim Yong Wings en svo var okkur boðið þetta húsnæði hér og við ákváðum að láta slag standa. Nafnið heldur heldur sér en við ætlum að hafa breiðara úrval og bjóða líka upp á súrdeigspizzur ásamt kóresku kjúklingavængjunum. Í hádeginu verðum við með heimilsmat fyrir iðnaðarmennina og um helgar ætlum við að bjóða upp á enska boltann auk þess sem þetta verður pöbb Vogabúa, það hefur vantað. Við tókum húsnæðið mikið í gegn og erum að klára pall fyrir utan og þar munu gestir geta setið og slakað sér á góðviðrisdögum.

Við ætlum að sjá hvernig þetta þróast og munum verða með viðburði í framtíðinni, hugsanlega að bjóða upp á lifandi tónlist. Við erum opnir fyrir því og hlökkum til að opna staðinn og ef allt gengur að óskum, verður það 9. ágúst,“ sögðu félagarnir að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024