Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kia Picanto í aðalverðlaun í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur
Miðvikudagur 30. nóvember 2011 kl. 18:12

Kia Picanto í aðalverðlaun í happdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur


Sala á happdrættismiðum Lionsklúbbs Njarðvíkur er að hefjast. Ný bifreið, Kia Picanto, LX 1,0, 4 dyra að verðmæti kr. 1.997.777 er í fyrsta vinning. Í 2. - 6. vinning er Finlux 22” LCD sjónvarp á kr. 64.995 hvert. Í 7. - 16. vinning er Philips fjölkerfa dvd tæki á kr. 16.995 hvert. Heildarverðmæti vinninga er kr. 2.492.702

Útgefnir miðar eru 2000. Dregið verður 23. desember 2011 og aðeins dregið úr seldum miðum. Vinningar eru skattfrjálsir. Allur ágóði af happdrættinu rennur til líknarmála. Verð miða er kr. 2.000.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024