KFC opnaði í dag
Veitingastaður Kentucky Fried Chicken í Reykjanesbæ opnaði fyrir gesti í morgun kl. 11, en bæjarbúar hafa beðið eftir opnuninni með mikilli eftirvæntingu.
Í gær var samsæti í húsakynnum KFC þar sem aðstandendur, verkamenn, bæjarfulltrúar og aðrir komu saman til að fagna framkvæmdarlokum. Við það tækifæri afhenti Sigmundur Eyþórsson Helga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Góu, viðurkenningu fyrir góðar brunavarnir í húsnæðinu.
Í dag var hinn almenni viðskiptavinur ekki lengi að taka við sér og var margt um manninn í hádeginu. Sérstaklega var yngri kynslóðin ánægð því þeim finnst rennibrautin á staðnum einstaklega skemmtileg.
Ingunn Helgadóttir, sem er framkvæmdastjóri KFC ásamt systur sinni Kristínu, sagði í samtali við Víkurfréttir að þau væru afskaplaga ánægð með nýja staðinn, þann 6. í röðinni hér á landi. „Við höfum fengið afar jákvæðar móttökur. Við erum rosalega bjartsýn með þennan stað, annars værum við ekki að fara út í svona.“
VF-myndir/Þorgils