Keyrt á barn í Garðinum
Keyrt var á lítið barn í Garðinum nú fyrir skömmu. Var barninu keyrt strax með sjúkrabíl til Reykjavíkur til skoðunar en samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta, sem eru mjög litlar sem stendur, var bíll úr Hafnarfirði fenginn til að keyra á undan sjúkrabílnum frá Keflavík til að flýta fyrir. Ekki er vitað hve alvarlegir áverkar barnsins eru né hvernig slysið átti sér stað.