Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 30. júlí 2001 kl. 09:49

Keyrði ölvaður á stolnum bíl

Lögreglan í Keflavík tók í morgun tvo ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Annar ökumannanna hafði stolið bifreiðinni sem hann var á. Hann var vistaður í fangageymslu og sleppt í dag að lokinni yfirheyrslu. Í nótt var ennfremur farið í fjórar ólæstar bifreiðar og stolið úr þeim, að sögn lögreglu. Úr einni þeirra var stolið geislaspilara en hann fannst rétt hjá óskemmdur. Ennfremur var stolið úr einni bifreiðanna lyklum að 60 bifreiðum í eigu bílaleigu í bænum. Úr annarri bifreið var stolið ávísanahefti. Pokinn með lyklunum og ávísanaheftið fannst síðan á öðrum innbrotsstað. Farið var inn í íbúðarhús í gegnum ólæstan bílskúr og þaðan stolið ferðatölvu og tveimur GSM símum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024