Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 21. ágúst 2000 kl. 13:23

Keyrði gangbrautarljósin í klessu

Gangbrautarljósin á Njarðarbraut í Njarðvík voru keyrð í klessu um helgina. Ljósin höfðu verið óvirk í allt sumar og fjölmargar tilraunir gerðar til viðgerðar. Loksins tókst að ljúka viðgerð í síðustu viku þar sem sett var upp nýtt tengibox og fleira. Það var allt keyrt í köku.Ökumaður bifreiðarinnar blindaðist af sól sem varð þess valdandi að hann ók útaf og á umferðarvitann og tengiboxið. Bifreiðin skemmdist lítið en ljósin eru óvirk. Óhappið kemur á slæmum tíma þar sem skólar eru að hefjast og börn treysta á ljósin. Það er því vert að benda ökumönnum á að fara varlega á þessum slóðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024