Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keyrði á og hljóp út í móa
Laugardagur 19. ágúst 2017 kl. 19:22

Keyrði á og hljóp út í móa

-Mikið um umferðarslys í liðinni viku

Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu í vikunni en sá sem gerði það stakk af. Skömmu síðar fann lögreglan bifreið hans úti í vegkanti. Ökumaðurinn hafði yfirgefið hana þar og tekið sprettinn út í móa. Lögreglumenn fundu hann síðar, handtóku og færðu á lögreglustöð.

Skömmu síðar var annar, sem verið hafði farþegi í bílnum, einnig handtekinn. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum og voru bæði hann og farþeginn grunaðir um fíkniefnaneyslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá var sendiferðabíl ekið á töluverðum hraða á vegrið á Reykjanesbraut, þannig að það skemmdist nokkuð og bíllinn enn meir. Ökumaður ók af vettvangi.

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á því þegar hann ók út úr  hringtorgi. Við það flaug hann fram af hjólinu. Í ljós kom að hann hafði ekki réttindi til að aka því.

Loks fór bifreið nokkrar veltur eftir að ökumaður hans hafði misst stjórn á honum á Garðvegi. Ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum.