Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keyrði á grindverk í Sandgerði
Sunnudagur 6. nóvember 2005 kl. 11:15

Keyrði á grindverk í Sandgerði

Seint í gærkvöld var lögreglu tilkynnt að bifreið hafi verið ekið á grindverk við hús á Suðurgötu í Sandgerði.  Ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni í hálku og lent á grindverkinu.  Grindverkið brotnaði á 4-5m kafla.  Bifreiðin var lítið skemmd.

Dagvaktin var róleghjá lögreglu þar sem tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir að nota ekki bílbelti við akstur bifreiða.   Þá voru ferðamenn er hugðust aka Suðurstandaveginn nýja aðstoðaðir eftir að þeir höfðu fest bifreiðar í snjó.    Vegurinn er illfær fyrir fólkbifreiðar. 

Þá var einn ökumaður kærður fyrir að stöðva ekki við stöðvunarskyldu er hann ók af Stekk og á Reykjanesbraut.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024