Keyrði á grindverk á Njarðarbraut
Bifreið var ekið á grindverk á Njarðarbraut í Reykjanesbæ um sexleytið í kvöld. Bifreiðinni var ekið í norður og hafnaði hún á grindverkinu við gönguljós á Njarðarbrautinni. Bifreiðin er óökufær eftir áreksturinn og þurfti að beina umferð inn á bílaplan Sparisjóðsins í Njarðvík á meðan bifreiðin var losuð af vettvangi. Engin slys urðu á fólki, en bifreiðin er töluvert skemmd.
Myndin: Frá vettvangi árekstursins á Njarðarbraut í kvöld. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Myndin: Frá vettvangi árekstursins á Njarðarbraut í kvöld. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.