Keyrði á fótgangandi og stakk af
Kl. 17:31 í dag var lögregla og sjúkrabifreið send að gatnamótum Strandgötu og Vesturgötu í Sandgerði en þar hafði verið ekið á gangandi 26 ára konu.
Sá sem þar var að verki hafði ekið á brott án þess að huga að konunni. Konan, sem var rænulítil þegar komið var að henni, var flutt á sjúkrahús og reyndist lærbrotin. Þeir sem gefið geta upplýsingar um mál þetta eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Keflavík.