Keyrði á brunahana á Hringbraut
Engin slys urðu á fólki þegar jeppi keyrði á grindverk við Hringbraut seinni partinn í dag. Jeppinn fór þó yfir brunahana og fór hann í sundur svo mikill vatnselgur myndaðist á veginum.
Slysið vildi þannig til að ökumaður jeppans, sem var einn á ferð, uppgötvaði að bremsubúnaður bifreiðarinnar væri óvirkur og ákvað hann því að keyra frekar á grindverkið en á næsta bíl fyrir framan. Bíllinn skemmdist ekki í áresktrinum, en brunahaninn brotnsði og eins er grindverkið skemmt.
Myndir/Viktor Guðmundsson