Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kettlingur vill komast heim
Miðvikudagur 3. júní 2009 kl. 10:30

Kettlingur vill komast heim


Þessi fallegi, grábröndótti kettlingur fannst niður við Njarðvíkurhöfn í morgun og gerði sér dælt við nokkra unga drengi sem þar voru á ferð. Virtist hann ósköp umkomulaus og vildi fara með drengjunum heim. Hann dvelur nú í góðu yfirlæti hjá einum þeirra, sem vill endilega koma gesti sínum í hendur réttra eigenda.
Þeir sem kannast við kettlinginn eru beðnir að hafa samband í síma 421 2726 eða 820 2604.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024