Kettlingar fundust í kassa við Reykjanesbraut
Ábyrgur borgari kom á lögreglustöðina í Keflavík nú í morgun með pappakassa sem í voru þessi systkini, tveir svartir og hvítir kettlingar. Pappakassinn hafði verið skilinn eftir á Reykjanesbraut við Stapann.
Greinilegt að einhver á lögreglustöðinni í Keflavík heillaðist af kettlingunum því í tilkynningu á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að þessir fallegu kettlingar hafa báðir fengið hlý heimili.