Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ketkrókur snemma á ferðinni?
Þriðjudagur 25. nóvember 2014 kl. 11:15

Ketkrókur snemma á ferðinni?

Stal kjötvörum að verðmæti 13 þúsund í verslun

Kjötþjófnaður var nýverið tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum. Karlmaður stakk inn á sig kjötvörum, að verðmæti rúmlega 13 þúsund krónur, í Nettó og borgaði svo fyrir eina pepsídós við kassann. Hann ætlaði síðan að yfirgefa verslunina, en var stöðvaður af starfsfólki. Þá framvísaði hann níu pakkningum af kjöti sem hann hafði stungið inn á sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024