Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur
Þriðjudagur 1. desember 2015 kl. 11:45

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur

– í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 9. desember

Aðventunni fylgja ýmsir siðir sem hafa skapast, bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og hjá félagasamtökum. Einn sá siður sem hefur verið áberandi á aðventunni í menningarlífi Suðurnesjamanna eru Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur sem þetta árið verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 9. desember klukkan 20:30.

Gestakórar verða að þessu sinni Söngsveitin Víkingar sem syngja undir stjórn Jóhanns Smára Sævarssonar og Barnakór Sandgerðis sem Sigurbjörg Hjálmarsdóttir stjórnar. Miðasala fer fram hjá kórfélögum Karlakórsins og við innganginn. Aðeins verða einir tónleikar og þá má enginn láta fram hjá sér fara. Umgjörðin er alltaf mjög hátíðleg því kirkjan er prýdd kertaljósum og svo er efnisskráin afar fjölbreytt samkvæmt venju.

Karlakór Keflavíkur hefur átt starfsamt haust því í október stóð kórinn fyrir Kötlumóti sem heppnaðist afar vel og var umgjörðin sú allra glæsilegasta á slíku móti og tónleikarnir allir mjög vel heppnaðir. Að loknu karlakóramótinu tók nýr stjórnandi við taumunum hjá kórnum, Stefán E. Petersen og hefur hans helsta verkefni verið að undirbúa kórinn undir Kertatónleikana. Honum til aðstoðar á tónleikunum verður eiginkona hans Erla Gígja Garðarsdóttir óperusöngkona.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024