Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kerfið að „hlaða batteríin“
Mánudagur 15. mars 2021 kl. 17:16

Kerfið að „hlaða batteríin“

- Séð þetta gerast áður í þessari hrinu

Samtals hafa orðið um 1200 skjálftar frá miðnætti á Reykjanesskaganum. Bjarki Friis náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við Víkurfréttir að það gerist stundum eftir stóra atburði eins og í gær þegar það varð stór skjálfti upp á 5,4 að kerfið taki sér pásu til að „hlaða batteríin“. „Við erum búin að sjá þetta gerast áður í þessari hrinu,“ segir Bjarki sem segir að það megi alveg búast við því að virknin taki sig upp aftur.

Það má segja að dagurinn hafi verið „rólegur“ miðað við síðustu daga en allir skjálftarnir hafa verið undir 3,2 af stærð. Tólfhundruð skjálftar er þó alls ekki rólegt miðað við venjulegt ástand en í gær mældust rúmlega 3000 skjálftar á Reykjanesskaga og jarðskjálftarnir í þessari hrinu eru komnir yfir 45.000 talsins frá því hrinan hófst 24. febrúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024