Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keppt í björgunarleikum í Reykjanesbæ í dag
Laugardagur 19. maí 2007 kl. 12:43

Keppt í björgunarleikum í Reykjanesbæ í dag

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar hófst í gær og heldur áfram í dag. Um 500 manns hvaðanæva af landinu sækja þingið sem að þessu sinni er haldið í Reykjanesbæ. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ávarpaði þingið í gær.

Í dag keppa björgunarsveitir í björgunarleikum sem fram fara víðs vegar um Reykjanesbæ og almenningi gefst kostur á að reyna sig í ýmsum þrautum. Þá verður sýning á búnaði björgunarsveitanna við Duushús í Keflavík.

 

Um kl. 15:15 í dag verður boðið í skemmtisiglingu með skólaskipinu Sæbjörgu, gömlu Akraborginni, frá Keflavíkurhöfn.

 

Síðdegis verður svo samæfing björgunarsveita og þyrlu Landhelgisgæslunnar utan við smábátahöfnina í Gróf.


 

Mynd: Frá setningu landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjanesbæ í gærdag. Mynd: Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024